Myndlist sem minnir á frið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2016 09:15 María endaði á að fara með allar myndirnar út í Viðey og setja síðustu dropana af friðarvatninu í punktinn. Ég velti lengi fyrir mér hvernig myndlist gæti nýst til þess að minna á frið í veröldinni, segir María Loftsdóttir sjúkraliði. „Úr varð að ég málaði sjö heimsálfumyndir og 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land í heiminum, úr vatni sem rann á friðarsúluna í Viðey. Í því hlýtur mikil orka að felast.“ María lýsir því hvernig hún kom hreinu plasti fyrir meðfram súlunni á rigningardögum haustið 2014, safnaði í það vatni og setti í glerkrukkur. „Mér fannst ég hafa unnið í lottói. Svo byrjaði ég á að mála stórar heimsálfumyndir úti í eyju. Akkúrat þá var hringt í mig frá Gerðubergi til að segja mér að ég gæti fengið sýningarpláss haustið 2016 – sem er núna! Sýningin verður opnuð klukkan 14 á morgun.“ Hún kveðst hafa haldið áfram að mála og gert 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land heimsins. En hún skildi eftir lítinn, hvítan punkt á öllum myndunum og endaði á að setja síðustu friðardropana þar. „Punkturinn táknar ósk mína um frið, von og gleði til handa öllum jarðarbúum,“ segir hún. „Þar með lauk ég við verkefnið sem er búið að taka um tvö ár.“Ein mynd fyrir hvert land heimsins.María kveðst alla tíð hafa notið þess að meðhöndla liti og pensla og sækja sér menntun í því. Hún segir flakkaraeðli í sér líka og ferðaþrána hafa borið hana til margra landa. „Nú er ég nýkomin frá Japan því ég er að byrja á næsta verkefni sem er að kynna Ísland fyrir Japönum!“ Greinin birtist fyrst 2. september 2016. Lífið Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Ég velti lengi fyrir mér hvernig myndlist gæti nýst til þess að minna á frið í veröldinni, segir María Loftsdóttir sjúkraliði. „Úr varð að ég málaði sjö heimsálfumyndir og 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land í heiminum, úr vatni sem rann á friðarsúluna í Viðey. Í því hlýtur mikil orka að felast.“ María lýsir því hvernig hún kom hreinu plasti fyrir meðfram súlunni á rigningardögum haustið 2014, safnaði í það vatni og setti í glerkrukkur. „Mér fannst ég hafa unnið í lottói. Svo byrjaði ég á að mála stórar heimsálfumyndir úti í eyju. Akkúrat þá var hringt í mig frá Gerðubergi til að segja mér að ég gæti fengið sýningarpláss haustið 2016 – sem er núna! Sýningin verður opnuð klukkan 14 á morgun.“ Hún kveðst hafa haldið áfram að mála og gert 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land heimsins. En hún skildi eftir lítinn, hvítan punkt á öllum myndunum og endaði á að setja síðustu friðardropana þar. „Punkturinn táknar ósk mína um frið, von og gleði til handa öllum jarðarbúum,“ segir hún. „Þar með lauk ég við verkefnið sem er búið að taka um tvö ár.“Ein mynd fyrir hvert land heimsins.María kveðst alla tíð hafa notið þess að meðhöndla liti og pensla og sækja sér menntun í því. Hún segir flakkaraeðli í sér líka og ferðaþrána hafa borið hana til margra landa. „Nú er ég nýkomin frá Japan því ég er að byrja á næsta verkefni sem er að kynna Ísland fyrir Japönum!“ Greinin birtist fyrst 2. september 2016.
Lífið Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira