Sjáðu Bentley Bentayga jeppann ná 302 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2016 15:40 Nýi Bentayga jeppinn frá Bentley er engin smásmíði, 2.422 kg þungur og 514 cm langur hlunkur, en það kemur ekki í veg fyrir að hann nái yfir 300 km hraða. Það var sannreynt og myndað um daginn og sést hér að ofan. Það þarf mikið afl til að henda svona miklum grip á slíka ferð, eða 600 hestafla W12 vél sem togar 900 Nm. Bentayga er líka nokkuð snöggur úr sporunum og er kominn í 100 km hraða á 4 sekúndum. Það var þýska bílatímaritið Auto Bild sem vildi finna út úr því hvort hámarkshraðatölur Bentayga stæðust og það sannreyndu starfsmenn þess. Bentayga kemst í 160 km hraða á 10 sekúndum og er ári snöggur í 240 km hraða en fyrir ofan það fer að slakna á hröðuninni, en hægt og rólega nær hann þó yfir 300 km hraða með öll sín 600 hestöfl. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Nýi Bentayga jeppinn frá Bentley er engin smásmíði, 2.422 kg þungur og 514 cm langur hlunkur, en það kemur ekki í veg fyrir að hann nái yfir 300 km hraða. Það var sannreynt og myndað um daginn og sést hér að ofan. Það þarf mikið afl til að henda svona miklum grip á slíka ferð, eða 600 hestafla W12 vél sem togar 900 Nm. Bentayga er líka nokkuð snöggur úr sporunum og er kominn í 100 km hraða á 4 sekúndum. Það var þýska bílatímaritið Auto Bild sem vildi finna út úr því hvort hámarkshraðatölur Bentayga stæðust og það sannreyndu starfsmenn þess. Bentayga kemst í 160 km hraða á 10 sekúndum og er ári snöggur í 240 km hraða en fyrir ofan það fer að slakna á hröðuninni, en hægt og rólega nær hann þó yfir 300 km hraða með öll sín 600 hestöfl.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent