Audi A9 rafmagnsbíll með 500 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 11:07 Audi A9, eingöngu drifinn áfram með rafmagni. Það er ljóst að þeim hjá Audi er full alvara með rafmagnsbílasmíði sinni. Audi hefur nú tilkynnt um smíði mjög langdrægs stórs fólksbíls sem óhætt verður að skilgreina sem flaggskipsins í bílaflota Audi. Á hann að koma á göturnar áður en áratugurinn er á enda. Þessi bíll mun væntanlega fá stafina A9, enda stærri en A8 og hann verður eingöngu drifinn áfram af rafmagni. A9 á að komast ríflega 500 km á hverri hleðslu, sem er ámóta langt og nýjasti Tesla Model S P100D bíllinn. Audi A9 rafmagnsbíllinn mun fá meira en 400 hestöfl sem koma frá 3 rafmagnsmótorum. Það er sama drifrásin og verður í nýjum tilvonandi Audi Q6 e-tron jeppa. Rupert Stadler forstjóri Audi lét hafa eftir sér um leið og hann kynnti áformin um A9 að árið 2025 verði fjórði hver bíll sem framleiddur verður af Audi rafmagnsbíll. Audi A9 á að geta ekið sjálfur, en áhersluatriði Audi verður ekki á þá tækni bílsins, heldur á hann að vera svo góður akstursbíll að eigendur hans vilji miklu fremur aka bílnum sjálfir. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent
Það er ljóst að þeim hjá Audi er full alvara með rafmagnsbílasmíði sinni. Audi hefur nú tilkynnt um smíði mjög langdrægs stórs fólksbíls sem óhætt verður að skilgreina sem flaggskipsins í bílaflota Audi. Á hann að koma á göturnar áður en áratugurinn er á enda. Þessi bíll mun væntanlega fá stafina A9, enda stærri en A8 og hann verður eingöngu drifinn áfram af rafmagni. A9 á að komast ríflega 500 km á hverri hleðslu, sem er ámóta langt og nýjasti Tesla Model S P100D bíllinn. Audi A9 rafmagnsbíllinn mun fá meira en 400 hestöfl sem koma frá 3 rafmagnsmótorum. Það er sama drifrásin og verður í nýjum tilvonandi Audi Q6 e-tron jeppa. Rupert Stadler forstjóri Audi lét hafa eftir sér um leið og hann kynnti áformin um A9 að árið 2025 verði fjórði hver bíll sem framleiddur verður af Audi rafmagnsbíll. Audi A9 á að geta ekið sjálfur, en áhersluatriði Audi verður ekki á þá tækni bílsins, heldur á hann að vera svo góður akstursbíll að eigendur hans vilji miklu fremur aka bílnum sjálfir.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent