Lamborghini ætlar að tvöfalda heildarsöluna með Urus Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:00 Lamborghini Urus. Lamborghini framleiddi ekki nema 3.245 bíla í fyrra, en stefnir á að tvöfalda heildarsöluna með tilkomu nýja jeppa síns, Urus. Stefnan er nefnilega að framleiða um 3.500 Urus jeppa á ári og að heildarsalan verði komin í 7.000 bíla árið 2019. Vel þarf að ganga að selja Urus jeppann til að svo verði, en hann mun kosta 200.000 dollara stykkið. Það er næstum tvöfalt það verð sem 520 hestafla Porsche Cayenne Turbo kostar. Næg eftirspurn virðist þó vera eftir ofurdýrum jeppum frá flottustu bílamerkjum heims og hefur t.d. Bentley Bentayga rokið út þrátt fyrir himinhátt verð hans. Lamborghini tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni og því fær Urus uppfærða 4,0 lítra V8 vél frá Audi sem með breytingum verður öflugri en 600 hestafla vélin í Bentley Bentayga. Með henni á jeppinn að verða sneggri en 4 sekúndur í 100 km hraða. Meiningin er svo að árið 2020 komi Urus í tengiltvinnútgáfu og ætti hann að geta orðið enn öflugri með því að bæta rafmótorum við aflið. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent
Lamborghini framleiddi ekki nema 3.245 bíla í fyrra, en stefnir á að tvöfalda heildarsöluna með tilkomu nýja jeppa síns, Urus. Stefnan er nefnilega að framleiða um 3.500 Urus jeppa á ári og að heildarsalan verði komin í 7.000 bíla árið 2019. Vel þarf að ganga að selja Urus jeppann til að svo verði, en hann mun kosta 200.000 dollara stykkið. Það er næstum tvöfalt það verð sem 520 hestafla Porsche Cayenne Turbo kostar. Næg eftirspurn virðist þó vera eftir ofurdýrum jeppum frá flottustu bílamerkjum heims og hefur t.d. Bentley Bentayga rokið út þrátt fyrir himinhátt verð hans. Lamborghini tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni og því fær Urus uppfærða 4,0 lítra V8 vél frá Audi sem með breytingum verður öflugri en 600 hestafla vélin í Bentley Bentayga. Með henni á jeppinn að verða sneggri en 4 sekúndur í 100 km hraða. Meiningin er svo að árið 2020 komi Urus í tengiltvinnútgáfu og ætti hann að geta orðið enn öflugri með því að bæta rafmótorum við aflið.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent