Stórleikur í Krikanum | Hvað gera þjálfaralausir Eyjamenn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2016 07:00 Úr fyrri leik Stjörnunnar og FH í sumar. vísir/anton Sextándu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti fer fram í Kaplakrika þar sem FH og Stjarnan mætast. FH-ingar sitja á toppnum með 31 stig en Stjörnumenn eru í 3. sæti með 27 stig. Garðbæingar mega því engan veginn því að tapa leiknum í kvöld ef þeir ætla að halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri umferðinni. Emil Pálsson kom FH yfir í fyrri hálfleik en Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni stig þegar hann jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok. Í Árbænum mætast Fylkir og ÍA. Fylkismenn sóttu sigur til Eyja í síðustu umferð og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Árbæingar eru taplausir í síðustu þremur leikjum sínum og þurfa að halda áfram að sækja stig í kvöld gegn Skagamönnum sem unnu 3-0 sigur á Víkingi Ó. í síðustu umferð. Eyjamenn, sem eru í 10. sætinu með 17 stig, fjórum stigum meira en Fylkir, sækja Víkinga heim. Víkingar mæta særðir til leiks eftir að hafa verið niðurlægðir af Val í síðustu umferð, 7-0. Ástandið á liði ÍBV er heldur ekkert sérstakt en þjálfari þess, Bjarni Jóhannsson, hætti á dögunum. Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs stýra liðinu í leiknum í kvöld. Þessir þrír leikir hefjast allir klukkan 18:00. Tveimur tímum síðar hefst leikur Þróttar og Vals í Laugardalnum. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru með átta stig í tólfta og neðsta sæti deildarinnar, heilum níu stigum frá öruggu sæti. Bikarmeistarar Vals eru aftur á móti á góðu róli og geta endurheimt 5. sætið með sigri í kvöld.Leikir kvöldsins: 18:00 FH - Stjarnan Stöð 2 Sport HD 18:00 Fylkir - ÍA 18:00 Víkingur R. - ÍBV 20:00 Þróttur - Valur Stöð 2 Sport 2 HD Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Sjáðu mörkin KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR. 21. ágúst 2016 19:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 | Víkingur stöðvaði blæðinguna | Sjáðu mörkin Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2016 21:15 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Sextándu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti fer fram í Kaplakrika þar sem FH og Stjarnan mætast. FH-ingar sitja á toppnum með 31 stig en Stjörnumenn eru í 3. sæti með 27 stig. Garðbæingar mega því engan veginn því að tapa leiknum í kvöld ef þeir ætla að halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri umferðinni. Emil Pálsson kom FH yfir í fyrri hálfleik en Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni stig þegar hann jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok. Í Árbænum mætast Fylkir og ÍA. Fylkismenn sóttu sigur til Eyja í síðustu umferð og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Árbæingar eru taplausir í síðustu þremur leikjum sínum og þurfa að halda áfram að sækja stig í kvöld gegn Skagamönnum sem unnu 3-0 sigur á Víkingi Ó. í síðustu umferð. Eyjamenn, sem eru í 10. sætinu með 17 stig, fjórum stigum meira en Fylkir, sækja Víkinga heim. Víkingar mæta særðir til leiks eftir að hafa verið niðurlægðir af Val í síðustu umferð, 7-0. Ástandið á liði ÍBV er heldur ekkert sérstakt en þjálfari þess, Bjarni Jóhannsson, hætti á dögunum. Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs stýra liðinu í leiknum í kvöld. Þessir þrír leikir hefjast allir klukkan 18:00. Tveimur tímum síðar hefst leikur Þróttar og Vals í Laugardalnum. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru með átta stig í tólfta og neðsta sæti deildarinnar, heilum níu stigum frá öruggu sæti. Bikarmeistarar Vals eru aftur á móti á góðu róli og geta endurheimt 5. sætið með sigri í kvöld.Leikir kvöldsins: 18:00 FH - Stjarnan Stöð 2 Sport HD 18:00 Fylkir - ÍA 18:00 Víkingur R. - ÍBV 20:00 Þróttur - Valur Stöð 2 Sport 2 HD
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Sjáðu mörkin KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR. 21. ágúst 2016 19:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 | Víkingur stöðvaði blæðinguna | Sjáðu mörkin Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2016 21:15 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Sjáðu mörkin KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR. 21. ágúst 2016 19:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 | Víkingur stöðvaði blæðinguna | Sjáðu mörkin Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2016 21:15