Honda áformar 11 gíra sjálfskiptingu Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 17:10 11 gíra sjálfskipting frá Honda. Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent
Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent