Hafsteinn: Lá ekki í loftinu að Bjarni skyldi hætta Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2016 20:21 Hafsteinn Briem, fyrirliði ÍBV. vísir/stefán Hafsteinn Briem fyrirliði ÍBV var niðurlútur eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði það hafa komið á óvart þegar Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins hætti um helgina. „Mér fannst það ekki liggja í loftinu þegar við fengum fréttirnar af þessu. Þetta var smá skellur en við tókum leikmannafund og ákváðum að þjappa okkur saman og treysta á það sem Jeffs og Alfreð ætla að koma með. Mér fannst við sýna það að við værum vel undirbúnir og við þurfum ekki að kvíða næstu leikjum,“ sagði Hafsteinn í samtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins en fram að því höfðu Eyjamenn leikið ágætlega og verið sterkari aðilinn í leiknum. „Við settum helling í þennan leik, lögðum hann vel upp og spiluðum vel. Það eru í raun tvö atvik þar sem kemur smá einbeitingarleysi í liðinu. Við fáum á okkur þessi mörk og það er grátlegt því mér fannst frammistaðan nokkuð góð hjá okkur.“ „Dekkingin klikkar í seinna markinu og við féllum alltof langt niður með varnarlínuna þegar sendingin kemur. Þá er erfitt fyrir markmanninn að reikna þetta út. Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en ég á mjög erfitt með að kyngja þessu,“ bætti Hafsteinn við. ÍBV er í harðri fallbaráttu og aðeins fjórum stigum á undan Fylki sem tapaði einnig í kvöld. Næst eiga Eyjamenn leik gegn Þrótturum og þar þurfa þeir nauðsynlega á þremur stigum að halda. „Við þurfum að fara að nýta færin okkar. Við fáum helling af færum og að mínu mati eigum við að vera búnir að drepa leikinn fyrir löngu. Það eru þessi sekúndubrot í varnarleiknum sem eru að skila þessum mörkum og það er alls ekki nógu gott,“ sagði Hafsteinn að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Hafsteinn Briem fyrirliði ÍBV var niðurlútur eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði það hafa komið á óvart þegar Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins hætti um helgina. „Mér fannst það ekki liggja í loftinu þegar við fengum fréttirnar af þessu. Þetta var smá skellur en við tókum leikmannafund og ákváðum að þjappa okkur saman og treysta á það sem Jeffs og Alfreð ætla að koma með. Mér fannst við sýna það að við værum vel undirbúnir og við þurfum ekki að kvíða næstu leikjum,“ sagði Hafsteinn í samtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins en fram að því höfðu Eyjamenn leikið ágætlega og verið sterkari aðilinn í leiknum. „Við settum helling í þennan leik, lögðum hann vel upp og spiluðum vel. Það eru í raun tvö atvik þar sem kemur smá einbeitingarleysi í liðinu. Við fáum á okkur þessi mörk og það er grátlegt því mér fannst frammistaðan nokkuð góð hjá okkur.“ „Dekkingin klikkar í seinna markinu og við féllum alltof langt niður með varnarlínuna þegar sendingin kemur. Þá er erfitt fyrir markmanninn að reikna þetta út. Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en ég á mjög erfitt með að kyngja þessu,“ bætti Hafsteinn við. ÍBV er í harðri fallbaráttu og aðeins fjórum stigum á undan Fylki sem tapaði einnig í kvöld. Næst eiga Eyjamenn leik gegn Þrótturum og þar þurfa þeir nauðsynlega á þremur stigum að halda. „Við þurfum að fara að nýta færin okkar. Við fáum helling af færum og að mínu mati eigum við að vera búnir að drepa leikinn fyrir löngu. Það eru þessi sekúndubrot í varnarleiknum sem eru að skila þessum mörkum og það er alls ekki nógu gott,“ sagði Hafsteinn að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira