Hermann: Dómararnir tóku stigin af okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2016 20:24 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. vísir/hanna Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00