Að veiða lax í litlu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2016 12:00 Þrátt fyrir að það hafi komið smá slurkur af rigningu hefur vatnið í ánum á vesturlandi hækkað lítið sem ekkert. Eftir átta til níu vikur í þurrki þarf meira en 1-2 daga af rigningu til að hækka vatnið í ánum. Fyrstu dagarnir í rigningunni gera ekkert annað en að vökva nánasta umhverfið. Það er þó smá vonarglæta í meiri töku því það kemur eitthvað, þótt lítið sé, ferskt vatn í ánna og það glæðir tökuna oft eitthvað aðeins. Það er ekkert leyndarmál að árnar sem eru margar 30-40 sm undir kjörvatni þurfa almennilega rigningu til að breyta stöðunni frá því að það veiðist 10-15 laxar á viku í að það verði að minnsta kosti veiðitalan daglega. Þegar það kemur þessu hressilega rigning þá er þó nokkuð víst að það á eftir að hafa mikil áhrif á veiðina og þeir sem eru við bakkann þegar staðan er þannig verða í góðum málum. En í morgun er staðan önnur og ef þú ert að fara í veiði þar sem áin er vatnslítil og ætlar engu að síður að leggja þig allan fram við að ná laxi eru nokkur ráð sem helstu leiðsögumenn landsins mæla með að nota og þai eru: Byrjaðu á að nota granna og langa tauma. 8-12 pund og við mælum með einni stangarlengd og tveimur fetum (ca 50-60 sm) betur. Ekki strippa fluguna, láttu hana frekar reka með straumnum. Slepptu því að "hitcha", fiskurinn er latur í súrefnislausu vatninu og tekur "hitch" mjög illa svo það er eiginlega hálfgerð tímasóun. Notaðu minnstu flugurnar í stærðum 16-18#. Prófaðu nokkrar tegundir. Byrjaðu að veiða staðina mun ofar en þú ert vanur. Ekki skyggna staðina áður en þú kastar. Reyndu að gera sem minnstan "hávaða" á yfirborðinu þegar þú ert að kasta og ef þú átt nettar græjur notaðu þær. Gangi ykkur vel. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Efra svæðið í Flókadalsá í útboð Veiði
Þrátt fyrir að það hafi komið smá slurkur af rigningu hefur vatnið í ánum á vesturlandi hækkað lítið sem ekkert. Eftir átta til níu vikur í þurrki þarf meira en 1-2 daga af rigningu til að hækka vatnið í ánum. Fyrstu dagarnir í rigningunni gera ekkert annað en að vökva nánasta umhverfið. Það er þó smá vonarglæta í meiri töku því það kemur eitthvað, þótt lítið sé, ferskt vatn í ánna og það glæðir tökuna oft eitthvað aðeins. Það er ekkert leyndarmál að árnar sem eru margar 30-40 sm undir kjörvatni þurfa almennilega rigningu til að breyta stöðunni frá því að það veiðist 10-15 laxar á viku í að það verði að minnsta kosti veiðitalan daglega. Þegar það kemur þessu hressilega rigning þá er þó nokkuð víst að það á eftir að hafa mikil áhrif á veiðina og þeir sem eru við bakkann þegar staðan er þannig verða í góðum málum. En í morgun er staðan önnur og ef þú ert að fara í veiði þar sem áin er vatnslítil og ætlar engu að síður að leggja þig allan fram við að ná laxi eru nokkur ráð sem helstu leiðsögumenn landsins mæla með að nota og þai eru: Byrjaðu á að nota granna og langa tauma. 8-12 pund og við mælum með einni stangarlengd og tveimur fetum (ca 50-60 sm) betur. Ekki strippa fluguna, láttu hana frekar reka með straumnum. Slepptu því að "hitcha", fiskurinn er latur í súrefnislausu vatninu og tekur "hitch" mjög illa svo það er eiginlega hálfgerð tímasóun. Notaðu minnstu flugurnar í stærðum 16-18#. Prófaðu nokkrar tegundir. Byrjaðu að veiða staðina mun ofar en þú ert vanur. Ekki skyggna staðina áður en þú kastar. Reyndu að gera sem minnstan "hávaða" á yfirborðinu þegar þú ert að kasta og ef þú átt nettar græjur notaðu þær. Gangi ykkur vel.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Efra svæðið í Flókadalsá í útboð Veiði