Toppslagur í Grafarvoginum | Stórleikur í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Úr fyrri leik FH og Fjölnis sem Fimleikafélagið vann 2-0. vísir/anton Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira