Adele segist hafa sagt nei takk við Super Bowl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2016 09:58 Adele er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi um þessar mundir. Vísir/Getty Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC. NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira
Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC.
NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira
Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30