Kínversk sundkona rýfur þögnina um blæðingar íþróttakvenna Birta Svavarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 20:03 Fu Yuanhui hefur vakið mikla athygli fyrir ummæli sín um blæðingar. Getty Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44