Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2016 13:31 Það hefur heldur hægt á veiði að hafa glampandi sól alla daga. Það er ekki loku fyrir það skotið að veiðimenn séu orðnir frekar þreyttir á vatnsleysinu sem hrjáir laxveiðiárnar. Þessu er að vísu misskipt en ástandið er að verða og er þegar orðið verst á vesturlandi en margar árnar þar eru orðnar svo vatnslitlar að aðeins dýpstu veiðistaðirnir eiga möguleika á að halda fiski og sá fiskur sem finnur sér djúpan hyl er ekki að taka. Þetta sést vel á vikutölunum en 60-90 laxa vikur á bestu ánum á vesturlandi lýsir ástandinu þar vel. Það er ekki um laxleysi að kenna enda sést það vel þegar dýpstu hyljirnir eru skoðaðir að þar safnast laxinn saman í torfum og tekur auðvitað ekkert. Vatnið er bæði lítið, súrefnislítið, heitt og "flatt" en þá eru litlar sem engar líkur á að lax taki. Til að toppa þetta síðan allt saman hefur verið brakandi sumarblíða á vesturlandi svo dögum skiptir og það hefur engin veiðimaður óskað sér sólskins í veiðiskap að okkur vitandi. Einhver rigning er í kortinum en það þarf miklu meira en einn tvo daga. Til að vatnið hækki að einhverju ráði þarf að rigna hressilega í nokkra daga og það er ljóst að þeir veiðimenn sem verða við bakkana þegar það gerist verða í góðum málum. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Það er ekki loku fyrir það skotið að veiðimenn séu orðnir frekar þreyttir á vatnsleysinu sem hrjáir laxveiðiárnar. Þessu er að vísu misskipt en ástandið er að verða og er þegar orðið verst á vesturlandi en margar árnar þar eru orðnar svo vatnslitlar að aðeins dýpstu veiðistaðirnir eiga möguleika á að halda fiski og sá fiskur sem finnur sér djúpan hyl er ekki að taka. Þetta sést vel á vikutölunum en 60-90 laxa vikur á bestu ánum á vesturlandi lýsir ástandinu þar vel. Það er ekki um laxleysi að kenna enda sést það vel þegar dýpstu hyljirnir eru skoðaðir að þar safnast laxinn saman í torfum og tekur auðvitað ekkert. Vatnið er bæði lítið, súrefnislítið, heitt og "flatt" en þá eru litlar sem engar líkur á að lax taki. Til að toppa þetta síðan allt saman hefur verið brakandi sumarblíða á vesturlandi svo dögum skiptir og það hefur engin veiðimaður óskað sér sólskins í veiðiskap að okkur vitandi. Einhver rigning er í kortinum en það þarf miklu meira en einn tvo daga. Til að vatnið hækki að einhverju ráði þarf að rigna hressilega í nokkra daga og það er ljóst að þeir veiðimenn sem verða við bakkana þegar það gerist verða í góðum málum.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði