"Verður vonandi ekki jafn drepleiðinlegt og síðast" Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2016 16:30 Það var hart barist í leiknum á Kópavogsvelli fyrir tveimur vikum. vísir/hanna Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki