Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2016 11:00 Mynd: www.veida.is Það er svakaleg veiði í Ytri Rangá þessa dagana og nokkuð ljóst að það þarf mikið til að skáka henni við í sumar. Í gærmorgun fór áin yfir 3.000 laxa eins og við spáðum réttilega fyrir og líklega verður hún komin yfir 4.000 fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Það er bókstaflega lax í öllum hyljum og mikið að ganga eins og er. Holl sem var til að mynda á neðsta svæðinu sem er kennt við Borg var með 53 laxa á tveimur dögum á fjórar stangir og sá hópur var nú nokkuð rólegur við veiðarnar en allt reyndir veiðimenn engu að síður. Lausar stangir sem detta stundum inn á söluvefi eru rifnar út og það er kannski ekkert skrítið því þegar það er svona veisla við árbakka vilja allir taka þátt í því. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu næstu daga og sjá hvort það verði áframhald á góðum göngum og verði það málið heldur veislan bara áfram. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði
Það er svakaleg veiði í Ytri Rangá þessa dagana og nokkuð ljóst að það þarf mikið til að skáka henni við í sumar. Í gærmorgun fór áin yfir 3.000 laxa eins og við spáðum réttilega fyrir og líklega verður hún komin yfir 4.000 fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Það er bókstaflega lax í öllum hyljum og mikið að ganga eins og er. Holl sem var til að mynda á neðsta svæðinu sem er kennt við Borg var með 53 laxa á tveimur dögum á fjórar stangir og sá hópur var nú nokkuð rólegur við veiðarnar en allt reyndir veiðimenn engu að síður. Lausar stangir sem detta stundum inn á söluvefi eru rifnar út og það er kannski ekkert skrítið því þegar það er svona veisla við árbakka vilja allir taka þátt í því. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu næstu daga og sjá hvort það verði áframhald á góðum göngum og verði það málið heldur veislan bara áfram.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði