Leiðsögn um Rætur Árbæjar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Hér má sjá einn af könnunarskurðunum. Víst er að skurðirnir geta og hafa nú þegar sagt okkur ýmislegt um sögu bæjarstæðis Árbæjar. Mynd/Árbæjarsafn Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí. Fornminjar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí.
Fornminjar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira