Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 21:12 Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmark HK. vísir/hanna Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti. Íslenski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti.
Íslenski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira