Reykvískur sigur í fyrsta Leiknisslagnum | Sjáðu mörkin 12. júlí 2016 21:56 Brynjar Hlöðversson og félagar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/vilhelm Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1: Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1:
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45
Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12
Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22
Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53