75 ára afmælisútgáfa Jeep Wrangler Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:27 75 ára afmælisútgáfan. Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta. Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent
Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta.
Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent