Mummi með nýtt lag og myndband: Fjallar um að „leyfa sér að vera hrifinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júlí 2016 13:30 „Allt sem ég átti er fyrsta lag sem ég gef út á íslensku,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Reynir sem gaf út nýtt lag og myndband í síðasta mánuði. Guðmundur eða Mummi eins og hann er kallaður tók þátt í Ísland Got Talent á Stöð 2 í vetur. „Ég er höfundur lags og texta en StopWaitGo sér um hljóðblöndun og útsetningu. Þetta er fyrsta lag af nokkrum sem ég ætla að gefa út á íslensku á næstunni og ætla svo að gefa út plötu á íslensku innan árs,“ segir hann og bætir við að lagið fjalli um samband sem var aldrei að fara að ganga upp. „Það er samið út frá setningunni að „leyfa sér að vera hrifinn“ en það var stelpa sem talaði eitt sinn um það við mig. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri nokkuð hægt að leyfa sér ekki að vera hrifinn af einhverjum. Ég hélt að það bara gerðist eða ekki. En svo kom restin af textanum smátt og smátt út frá því.“ Myndbandið gerði góðvinur hans Brynjar Kristmundsson og Andrea Ýr Gústavsdóttir leikur á móti Mumma í því. Það var tekið upp við Hafravatn. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Allt sem ég átti er fyrsta lag sem ég gef út á íslensku,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Reynir sem gaf út nýtt lag og myndband í síðasta mánuði. Guðmundur eða Mummi eins og hann er kallaður tók þátt í Ísland Got Talent á Stöð 2 í vetur. „Ég er höfundur lags og texta en StopWaitGo sér um hljóðblöndun og útsetningu. Þetta er fyrsta lag af nokkrum sem ég ætla að gefa út á íslensku á næstunni og ætla svo að gefa út plötu á íslensku innan árs,“ segir hann og bætir við að lagið fjalli um samband sem var aldrei að fara að ganga upp. „Það er samið út frá setningunni að „leyfa sér að vera hrifinn“ en það var stelpa sem talaði eitt sinn um það við mig. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri nokkuð hægt að leyfa sér ekki að vera hrifinn af einhverjum. Ég hélt að það bara gerðist eða ekki. En svo kom restin af textanum smátt og smátt út frá því.“ Myndbandið gerði góðvinur hans Brynjar Kristmundsson og Andrea Ýr Gústavsdóttir leikur á móti Mumma í því. Það var tekið upp við Hafravatn.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira