Sala nýrra bíla 38% meiri en í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 09:21 Alls hafa selst 12.125 nýir bílar í ár. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.júní hefur aukist um 38% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3341 bíla. Sú jákvæða og ánægjulega þróun heldur áfram er kemur að endurnýjun bílaflota landsmanna enda full þörf á því að fækka gömlum óöruggum og mengandi bílum á götunum. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra og sparneytinna bíla er ljóst að losun óæskilegra efna útí andrúmsloftið minnkar og öryggi allra í umferðinni eykst. Stór hluti eða nánast helmingur nýskráðra bíla fer til bílaleiga, enda kallar mikil aukning ferðamanna á meiri þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þeir bílar skila sér svo út á almennan markað eftir u.þ.b. 15 mánuði, þá sem ódýrari kostur fyrir þá sem vilja yngja upp fjölskyldubílinn, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.júní hefur aukist um 38% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3341 bíla. Sú jákvæða og ánægjulega þróun heldur áfram er kemur að endurnýjun bílaflota landsmanna enda full þörf á því að fækka gömlum óöruggum og mengandi bílum á götunum. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra og sparneytinna bíla er ljóst að losun óæskilegra efna útí andrúmsloftið minnkar og öryggi allra í umferðinni eykst. Stór hluti eða nánast helmingur nýskráðra bíla fer til bílaleiga, enda kallar mikil aukning ferðamanna á meiri þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þeir bílar skila sér svo út á almennan markað eftir u.þ.b. 15 mánuði, þá sem ódýrari kostur fyrir þá sem vilja yngja upp fjölskyldubílinn, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent