Svikinn um miða í gær en fékk áritaðan bolta í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2016 23:45 "Að þeir hafi verið til í að gera okkur þennan greiða var ómetanlegt, brosið sem Mikael Darri gaf okkur öllum að launum var hinsvegar nógu stórt til að bræða hálfan hnöttinn. Á myndinni er lítið annað en geðshræring þegar hann er enn að reyna átta sig á þessu,“ skrifar Óskar. mynd/óskar páll „Ég heyrði bara í Hannesi,“ segir Óskar Páll Elfarsson í samtali við Vísi. Óskar reddaði bolta, árituðum af landsliðsmönnunum okkar, fyrir son félaga síns sem missti af leiknum við Frakka í gær. Vinur Óskars Páls var einn þeirra sem keypti miða af Birni Steinbekk á leikinn. Hann var einnig einn af þeim sem sat eftir með sárt ennið. „Þessi leikur átti að vera yndisleg stund með níu ára stráknum mínum. Því miður breyttist það í martröð, fengum ekki miðana sem okkur var lofað og búnir að borga fyrir,“ skrifar Stefán Svan Stefánsson í Ferðagrúppa fyrir EM2016. Óskar segir að hann hafi fyrst byrjað á því að tala við fólk hjá KSÍ en það gat lítið fyrir hann gert. Hann hafi því prófað að senda skilaboð á markvörðinn Hannes Þór Halldórsson þar sem hann fór yfir stöðuna. „Ég valdi Hannes eiginlega af handahófi. Margir aðrir í liðinu eru með aðdáendasíður á Facebook en Hannes er þar bara sem hann sjálfur,“ segir Óskar. Hannes svaraði kallinu og bauð þeim að líta við í kvöld þar sem landsliðsmennirnir voru að borða á veitingastað ásamt kærustum, unnustum og eiginkonum. Þar árituðu nokkrir úr liðinu bolta fyrir drenginn. „Það er eiginlega ótrúlegt að eftir alla þessa leiki og þetta ferðalag hafi þeir gefið sér tíma í þetta. Ég er viss um að þetta væri ekkert endilega hægt með önnur landslið,“ segir Óskar. „Mér þykir þetta meðal annars sýna það svart á hvítu hvað það eru frábærir strákar í þessu liði.“ Boltinn áritaði verður vel varðveittur af drengnum. „Ég veit ekki hvort það verður mikið sparkað í hann. Hann var allavega að tala um það að það þyrfti að finna eitthvað til að varðveita hann.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
„Ég heyrði bara í Hannesi,“ segir Óskar Páll Elfarsson í samtali við Vísi. Óskar reddaði bolta, árituðum af landsliðsmönnunum okkar, fyrir son félaga síns sem missti af leiknum við Frakka í gær. Vinur Óskars Páls var einn þeirra sem keypti miða af Birni Steinbekk á leikinn. Hann var einnig einn af þeim sem sat eftir með sárt ennið. „Þessi leikur átti að vera yndisleg stund með níu ára stráknum mínum. Því miður breyttist það í martröð, fengum ekki miðana sem okkur var lofað og búnir að borga fyrir,“ skrifar Stefán Svan Stefánsson í Ferðagrúppa fyrir EM2016. Óskar segir að hann hafi fyrst byrjað á því að tala við fólk hjá KSÍ en það gat lítið fyrir hann gert. Hann hafi því prófað að senda skilaboð á markvörðinn Hannes Þór Halldórsson þar sem hann fór yfir stöðuna. „Ég valdi Hannes eiginlega af handahófi. Margir aðrir í liðinu eru með aðdáendasíður á Facebook en Hannes er þar bara sem hann sjálfur,“ segir Óskar. Hannes svaraði kallinu og bauð þeim að líta við í kvöld þar sem landsliðsmennirnir voru að borða á veitingastað ásamt kærustum, unnustum og eiginkonum. Þar árituðu nokkrir úr liðinu bolta fyrir drenginn. „Það er eiginlega ótrúlegt að eftir alla þessa leiki og þetta ferðalag hafi þeir gefið sér tíma í þetta. Ég er viss um að þetta væri ekkert endilega hægt með önnur landslið,“ segir Óskar. „Mér þykir þetta meðal annars sýna það svart á hvítu hvað það eru frábærir strákar í þessu liði.“ Boltinn áritaði verður vel varðveittur af drengnum. „Ég veit ekki hvort það verður mikið sparkað í hann. Hann var allavega að tala um það að það þyrfti að finna eitthvað til að varðveita hann.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38