Audi SQ5 fær 48 volta forþjöppu Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 10:45 Það verður ekki bara nýr Audi SQ7 sem fær 48 volta forþjöppu til aflaukningar dísilvélarinnar sem er í bílnum. Það mun nýr Audi SQ5 einnig fá og með henni gæti bíllinn orðið allt að 390 hestöfl. Líklegra er þó talið að 365 hestöfl verði látin duga. Í dag má kaupa Audi SQ5 plus með dísilvél og tveimur forþjöppum sem er 335 hestöfl og er hann aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða. Því má búast við því að nýi SQ5 verði sneggri en 5 sekúndur í 100 km/klst. Nýr Audi SQ5 verður ekki með tveimur forþjöppum heldur einni en þar sem hún er svo öflug með sín 48 volt þá sprautar hún svo miklu lofti til vélarinnar að ein slík dugar. Ekki er þó von á nýjum Audi SQ5 fyrr en árið 2018, enda stutt síðan Audi hóf að bjóða SQ5 plus bílinn. Svo virðist sem Audi, sem er í eigu Volkswagen muni enn um sinn veðja á dísilvélatækni í suma bíla sína þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen og þá andstöðu sem myndast hefur hjá sumum bílkaupendum í garð dísilvéla. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent
Það verður ekki bara nýr Audi SQ7 sem fær 48 volta forþjöppu til aflaukningar dísilvélarinnar sem er í bílnum. Það mun nýr Audi SQ5 einnig fá og með henni gæti bíllinn orðið allt að 390 hestöfl. Líklegra er þó talið að 365 hestöfl verði látin duga. Í dag má kaupa Audi SQ5 plus með dísilvél og tveimur forþjöppum sem er 335 hestöfl og er hann aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða. Því má búast við því að nýi SQ5 verði sneggri en 5 sekúndur í 100 km/klst. Nýr Audi SQ5 verður ekki með tveimur forþjöppum heldur einni en þar sem hún er svo öflug með sín 48 volt þá sprautar hún svo miklu lofti til vélarinnar að ein slík dugar. Ekki er þó von á nýjum Audi SQ5 fyrr en árið 2018, enda stutt síðan Audi hóf að bjóða SQ5 plus bílinn. Svo virðist sem Audi, sem er í eigu Volkswagen muni enn um sinn veðja á dísilvélatækni í suma bíla sína þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen og þá andstöðu sem myndast hefur hjá sumum bílkaupendum í garð dísilvéla.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent