Er Skoda á leið til Bandaríkjanna? Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 12:45 Skoda Superb. Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent
Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent