Síðasta V8 vél Audi? Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 10:43 Audi SQ7 er með 435 hestafla V8 dísilvél. Audi Þar sem Audi leggur nú höfuðáherslu á smíði sparneytinna bíla og þá helst knúna rafmagni gætu V8 vélar Audi runnið sitt skeið bráðlega. Stefna Audi er að 25%-35% bíla þeirra árið 2025 verði knúnir rafmagni og öll áhersla í þróun nýrra bíla hjá fyrirtækinu er á slíka bíla. Í því ljósi er harla ólíklegt að Audi muni eyða miklu púðri í að þróa nýjar V8 vélar sem er jú ávallt fremur eyðslufrekar vegna stærðar sinnar. Audi býður nú til dæmis V8 dísilvél í SQ7 jeppa sínum sem sturtar út 435 hestöflum til allra hjólanna og kemur honum í 100 km hraða á litlum 4,8 sekúndum. Þar vantar ekki aflið en til þess þarf að brenna dágóðum dropanum og það rýmar ekki beint við nýja stefnu Audi. Þessi tiltekna vél verður einnig í boði í nýjum Porsche Panamera og þar verður hún líklega enn öflugri, enda Porsche bílar eru skörinni hærra í goggunarröð Volkswagen bílafjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvenær Audi mun hætta að bjóða V8 vélar í bílum sínum og vonandi er það ekki alveg á næstunni. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Þar sem Audi leggur nú höfuðáherslu á smíði sparneytinna bíla og þá helst knúna rafmagni gætu V8 vélar Audi runnið sitt skeið bráðlega. Stefna Audi er að 25%-35% bíla þeirra árið 2025 verði knúnir rafmagni og öll áhersla í þróun nýrra bíla hjá fyrirtækinu er á slíka bíla. Í því ljósi er harla ólíklegt að Audi muni eyða miklu púðri í að þróa nýjar V8 vélar sem er jú ávallt fremur eyðslufrekar vegna stærðar sinnar. Audi býður nú til dæmis V8 dísilvél í SQ7 jeppa sínum sem sturtar út 435 hestöflum til allra hjólanna og kemur honum í 100 km hraða á litlum 4,8 sekúndum. Þar vantar ekki aflið en til þess þarf að brenna dágóðum dropanum og það rýmar ekki beint við nýja stefnu Audi. Þessi tiltekna vél verður einnig í boði í nýjum Porsche Panamera og þar verður hún líklega enn öflugri, enda Porsche bílar eru skörinni hærra í goggunarröð Volkswagen bílafjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvenær Audi mun hætta að bjóða V8 vélar í bílum sínum og vonandi er það ekki alveg á næstunni.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent