Gucci sækir innblástur til Tokyo í nýrri herferð Ritstjórn skrifar 1. júlí 2016 10:00 Það má segja að auglýsingarnar sækja innblástur til kvikmyndarinnar "Lost in Translation". Ítalska tískuhúsið Gucci hefur nú komið með skemmtilega auglýsingaherferð fyrir haustlínuna. Rauði þráðurinn í herferðinni er Tokyo og japönsk menning. Myndirnar minna óneitanlega á kvikmyndina "Lost in Translation" með Scarlett Johanssen og Bill Murray sem gerist í Tokyo. Fyrirsæturnar eru látlausar og eins og þær séu ekkert að pæla í því að þær séu í tískumyndatöku sem gefur herferðinni skemmtilegan brag. Það virðist sem að allt sem Alessandro Michele, yfirhönnuður, og Gucci geri um þessar mundir slái í gegn. Það verður gaman að sjá hvort að þessi lína muni ekki gera slíkt hið sama. Mest lesið Sér eftir nektarmyndunum Glamour Þetta eru heitustu tískumerkin í ár Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Alsæl með Kanye West Glamour Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Rihanna hannar sólgleraugu fyrir Dior Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour Þetta verða skór sumarsins Glamour Róninn Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour
Ítalska tískuhúsið Gucci hefur nú komið með skemmtilega auglýsingaherferð fyrir haustlínuna. Rauði þráðurinn í herferðinni er Tokyo og japönsk menning. Myndirnar minna óneitanlega á kvikmyndina "Lost in Translation" með Scarlett Johanssen og Bill Murray sem gerist í Tokyo. Fyrirsæturnar eru látlausar og eins og þær séu ekkert að pæla í því að þær séu í tískumyndatöku sem gefur herferðinni skemmtilegan brag. Það virðist sem að allt sem Alessandro Michele, yfirhönnuður, og Gucci geri um þessar mundir slái í gegn. Það verður gaman að sjá hvort að þessi lína muni ekki gera slíkt hið sama.
Mest lesið Sér eftir nektarmyndunum Glamour Þetta eru heitustu tískumerkin í ár Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Alsæl með Kanye West Glamour Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Rihanna hannar sólgleraugu fyrir Dior Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour Þetta verða skór sumarsins Glamour Róninn Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour