Ronaldo tryggði Portúgal jafntefli og sæti í sextán liða úrslitunum | Sjáðu markaveisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 17:45 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira