Svona fór Garðar Gunnlaugs að því að skjóta niður KR-inga | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 21:40 Garðar Gunnlaugsson fagnar sigurmarki sínu. Mynd/Stöð 2 Sport Skagamenn unnu ótrúlegan endurkomusigur á KR-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og þeir geta þakkað það útsjónarsemi eins manns. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á síðustu sjö mínútunum og tryggði Skagamönnum fyrsta deildarsigur sinn síðan 12. maí eða í 42 daga. KR-ingar komust í 1-0 eftir einstaklingsframtak Kennie Knak Chopart á 53. mínútu og það stefndi lengi í langþráðan KR-sigur. Skagamenn voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu og að lítið hafi gengið hjá liðinu í undanförnum leikjum. Garðar jafnaði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gunnar Þór Gunnarsson varði skot Ásgeirs Marteinssonar með hendi en Garðar gaf boltann á Ásgeir. Garðar skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni en markið kom á 83. mínútu leiksins. Leiktíminn var síðan að renna út þegar Garðar Gunnlaugsson nýtti sér vel klaufaskap Stefáns Loga Magnússonar í markinu. Stefán Logi kom út úr teignum til að skalla frá útspark Árna Snæs Ólafssonar í Skaga markinu en það tókst ekki betur hjá honum en boltinn fór beint til Garðars. Garðar var langt fyrir utan teig en var fljótur að hugsa og skaut boltanum yfir Stefán Loga og í markið. Garðar var ekki með þessu aðeins að vinna KR-liðið heldur einnig Arnar Gunnlaugsson bróður sinn sem er nýtekinn við sem einn af aðstoðarþjálfurum Bjarna Guðjónssonar. Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum hér fyrir neðan.Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00 Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25 Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Skagamenn unnu ótrúlegan endurkomusigur á KR-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og þeir geta þakkað það útsjónarsemi eins manns. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á síðustu sjö mínútunum og tryggði Skagamönnum fyrsta deildarsigur sinn síðan 12. maí eða í 42 daga. KR-ingar komust í 1-0 eftir einstaklingsframtak Kennie Knak Chopart á 53. mínútu og það stefndi lengi í langþráðan KR-sigur. Skagamenn voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu og að lítið hafi gengið hjá liðinu í undanförnum leikjum. Garðar jafnaði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gunnar Þór Gunnarsson varði skot Ásgeirs Marteinssonar með hendi en Garðar gaf boltann á Ásgeir. Garðar skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni en markið kom á 83. mínútu leiksins. Leiktíminn var síðan að renna út þegar Garðar Gunnlaugsson nýtti sér vel klaufaskap Stefáns Loga Magnússonar í markinu. Stefán Logi kom út úr teignum til að skalla frá útspark Árna Snæs Ólafssonar í Skaga markinu en það tókst ekki betur hjá honum en boltinn fór beint til Garðars. Garðar var langt fyrir utan teig en var fljótur að hugsa og skaut boltanum yfir Stefán Loga og í markið. Garðar var ekki með þessu aðeins að vinna KR-liðið heldur einnig Arnar Gunnlaugsson bróður sinn sem er nýtekinn við sem einn af aðstoðarþjálfurum Bjarna Guðjónssonar. Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum hér fyrir neðan.Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00 Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25 Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00
Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25
Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45