Rafmagnsflutningabílar í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 09:47 Vöruflutningabíll í Svíþjóð sem gengur fyrir rafmagni. Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent