Arnór Sveinn: Vorum allir farnir í háttinn fyrir tíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 22:27 Arnór Sveinn Aðalsteinsson. vísir/andri marinó „Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum. Brexit Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum.
Brexit Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00