Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 24. júní 2016 22:44 Bjarni Guðjónsson er í líklega eftirsóttasta starfinu í íslenskum fótbolta en því fylgir mikil pressa. vísir/anton Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira