Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2016 09:00 Björn Halldór með Maríulaxinn sinn úr Víðidalsá. Karl Lúðvíksson Það bíða sumir lengi eftir fyrsta laxinum sínum sem er í daglegu tali kallaður Maríulax og auðvitað óska flestir sér hraustlega vaxinn fisk. Það reynist ekki öllum vandalaust að ná í Maríulaxinn en þegar augnablikið gerist og laxinn tekur fluguna og baráttan hefst, þá er athygli og einbeitning veiðimannsins öll á einu markmiði. Að ná laxinum á land. Stundum þarf nokkrar tilraunir og baráttur þar sem laxinn hefur betur en þegar veiðimaðurinn nær að renna laxi í háfinn í fyrsta skipti er óhætt að segja að spennufall taki yfir hug og líkama. En hvað gerist þegar Maríulaxinn þinn er 20 punda tröll? Þetta fékk Björn Halldór Helgason að reyna í Víðidalsá þegar hann landaði einmitt 20 punda fiski í Harðeyrarstreng en sá veiðistaður er einmitt þekktur fyrir stórlaxa sem þar veiðast. Eins og sést á myndinni er laxinn enginn smásmíð og ánægja veiðimannsins augljós með þetta ferlíki í höndunum. Veiðivísir óskar Birni til hamingju með Maríulaxinn og velfarnaðar í veiðiferðum framtíðar. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Það bíða sumir lengi eftir fyrsta laxinum sínum sem er í daglegu tali kallaður Maríulax og auðvitað óska flestir sér hraustlega vaxinn fisk. Það reynist ekki öllum vandalaust að ná í Maríulaxinn en þegar augnablikið gerist og laxinn tekur fluguna og baráttan hefst, þá er athygli og einbeitning veiðimannsins öll á einu markmiði. Að ná laxinum á land. Stundum þarf nokkrar tilraunir og baráttur þar sem laxinn hefur betur en þegar veiðimaðurinn nær að renna laxi í háfinn í fyrsta skipti er óhætt að segja að spennufall taki yfir hug og líkama. En hvað gerist þegar Maríulaxinn þinn er 20 punda tröll? Þetta fékk Björn Halldór Helgason að reyna í Víðidalsá þegar hann landaði einmitt 20 punda fiski í Harðeyrarstreng en sá veiðistaður er einmitt þekktur fyrir stórlaxa sem þar veiðast. Eins og sést á myndinni er laxinn enginn smásmíð og ánægja veiðimannsins augljós með þetta ferlíki í höndunum. Veiðivísir óskar Birni til hamingju með Maríulaxinn og velfarnaðar í veiðiferðum framtíðar.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði