10 verðmætustu bílamerkin Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 09:04 Merki Toyota er langverðmætasta bílamerki heims. Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent
Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent