Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 11:24 Mercedes Benz GLE. Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent