Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 11:13 Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson: EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson:
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06