Bjarni um gagnrýni föður síns: „Get lítið pælt í því sem honum finnst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2016 22:27 Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45
Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21