Kompany, Mata og Costa í úrvalsliðinu sem verður ekki á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 10:15 Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa verða ekki á EM. vísir/getty Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira