Uppbótartíminn: Stormsveitin gat ekki hjálpað FH | Myndbönd 24. maí 2016 10:30 Meðlimur Stormsveitar Darth Vader var mættur á Samsung-völlinn til að styðja FH en allt kom fyrir ekki. vísir/stefán Fimmta umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum en gagnrýnum nótum. Stjarnan er áfram á toppnum eftir 1-1 jafntefli í stórleik umferðarinnar gegn FH en FH-ingar hafa nú ekki unnið í Garðabænum í fimm ár. FH komst upp í annað sætið með stiginu en liðið er með betri markatölu en Ólsarar. Víkingar unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir pökkuðu Eyjamönnum saman en Fylkir er áfram á botni deildarinnar þrátt fyrir að á sitt fyrsta stig.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Valur - Þróttur 4-1ÍBV - Víkingur 0-3Breiðablik - KR 1-0Stjarnan - FH 1-1Fjölnir - Víkingur Ó. 5-1ÍA - Fylkir 1-1Krulli Gull sem er ekki lengur með krullur skoraði sigurmark Breiðabliks.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Gary Martin Loksins, loksins skoraði enski markahrókurinn sitt fyrsta mark fyrir Víking í Pepsi-deildinni. Þegar hann lét Derby Carillo, markvörð ÍBV, verja frá sér vítaspyrnu héldu nú eflaust einhverjir Víkingar að Gary myndi hreinlega ekki skora í sumar. En hann er kominn á blað auk þess sem hann lagði upp mark fyrir annan framherja sem átti eftir að skora, Viktor Jónsson. Fyrir utan markið og stoðsendinguna var Gary í heildina besti maður vallarins.... Höskuld Gunnlaugsson Krulli Gull hefur ekki byrjað móti af sama krafti og hann spilaði á í fyrra þegar hann skaust fram á sjónarsviðið sem ein af nýjustu stjörnum deildarinnar. Hann hefur viðurkennt að veturinn var honum erfiður enda var hausinn farinn út til Svíþjóðar í atvinnumennsku. Höskuldur missti sætið sitt í Blikaliðinu gegn Þrótti en kom sterkur inn íliðið gegn KR og skoraði sigurmarkið með skalla. Ekki krullur og inn enda Höskuldur búinn að snoða sig.... Fjölni Eftir að taka ekki þátt í leiknum á móti FH þiggja samt laun fyrir erfiðið komu Grafarvogsstrákarnir heldur betur sterkir til baka gegn Ólsurum. Ekki bara skoruðu þeir fimm mörk heldur voru þau alveg glæsileg. Fjölnismenn halda sér í baráttunni í efri hlutanum og svo vígðu þeir nýtt nafn á heimavöllinn sinn. Ef einhver þarf að vita eitthvað um Extra-jórturleður þá svarar Ágúst Gylfason öllum fyrirspurnum í síma milli 10.45 og korter í ellefu.Bjarni Guðjónsson byrjar ekki vel.vísir/stefánErfið umferð fyrir ...... Bjarna Guðjónsson Það verður seint sagt að KR byrji mótið af sama krafti og búist var við eftir að það kom á fljúgandi siglinu eftir frábæran lokasprett á vormótunum. Áttunda sæti, fjögur mörk skoruð og sex stig, fimm stigum frá toppnum. Þetta eru erfiðir dagar fyrir Bjarna og ekki hjálpar til að framherjar liðsins skora sama og ekki neitt líkt og seinni hluta móts í fyrra þegar þeir gátu ekki keypt sér mark. Hólmbert enn markalaus. Vesen í vesturbænum.... Gregg Ryder Enski þjálfarinn hefur upplifað miklar sveiflur hjá sínu liði og eflaust í skapinu á fyrstu vikum Íslandsmótsins. Þrír þokkalegir rassskellir en svo hirt fjögur stig af KR og Breiðabliki. Svo virtist sem Ryder væri með öll svörin við leik Vals í viðtalinu eftir leik en inn á vellinum voru leikmennirnir í bullinu. Ryder þarf að passa að holan sem Þróttarar grafa sér í leikjum verði ekki alltaf svona djúp.... Eyjamenn Eyjamenn hafa byrjað mótið ágætlega en samt nokkuð furðulega; unnið góða sigra en svo tapað leikjum sannfærandi eins og gegn Víkingi á heimavelli. Víkingar voru með lítið sjálfstraust og án sigurs þegar þeir mættu til Eyja en voru miklu betri sem er áhyggjuefni fyrir Bjarna Jóhannsson. ÍBV hefur ekki fengið mörg stig á útivelli undanfarin ár þannig svona skellur er ekki í boði á heimavelli.Ólafur Páll Snorrason eltir Kenan Turudija í leik Fjölnis og Ólafsvíkur.vísir/vilhelmTölfræðin og sagan: *Skagamenn hafa aðeins tapað einu sinni í síðustu 10 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni (5 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap). *Jose Sito hjá Fylki, hefur hvorki skorað sjálfur né gefið stoðsendingu á síðustu 615 mínútunum sem hann hefur spilað í Pepsi-deildinni. *Síðan Pepsi-deildin varð að tólf liða deild 2008 hefur aðeins eitt lið skorað færri mörk í fyrstu fimm leikjunum en Fylkir í sumar (1 mark - Breiðablik 2012). *Markatala Eyjamanna í Pepsi-deildinni í sumar þegar þeir komast í 1-0 í leikjum sínum er +7 (8-1) en -5 þegar þeir lenda 1-0 *Róbert Örn Óskarsson er búinn að halda Víkingsmarkinu oftar hreinu í fyrstu fimm leikjunum í Pepsi-deildinni í sumar (2) en hann hélt FH-markinu hreinu í fyrstu fimm umferðunum í fyrra (1). *Gary Martin er búinn að skora 5 mörk í síðustu 4 leikjum sínum á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. *Guðjón Pétur Lýðsson hefur skorað þrjú mörk með skotum fyrir utan teig í Pepsi-deildinni í sumar. *Síðan Pepsi-deildin varð að 12 liða deild 2008 hefur bara eitt lið fengið á sig fleiri mörk í fyrstu fimm leikjunum en Þróttur í sumar (15 mörk) en það er Grindavíkurliðið 2012 (16 mörk). *Fjölnir skoraði fleiri mörk í 5. umferðinni (5) en í hinum fjórum umferðunum til samans (4). *Fjölnisliðið hefur unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni með Daniel Ivanovski í vörninni, fengið 19 af 21 stigi í boði og aðeins fengið á sig tvö mörk. *Hrvoje Tokic (5 mörk) er búinn að skora meira en allt KR-liðið til samans (4 mörk) í fyrstu fimm umferðunum. *KR hefur ekki skorað færri mörk í fyrstu fimm umferðunum í fimmtán ár eða síðan liðið skoraði líka 4 mörk í fyrstu 5 leikjunum 2001. *Markatala KR í fyrri hálfleik er -2 (1-3) en ekkert lið hefur skorað færri mörk í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni. *KR og Fylkir eru einu liðin í Pepsi-deildinni sem hafa ekki verið yfir í hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *FH hefur ekki unnið lið í öðru af tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar síðan 25. september 2011. *FH-liðið væri með fjögurra stiga forystu á toppnum (13 stig) ef að leikirnir í fyrstu fimm umferðunum hefðu verið flautaðir af í hálfleik. *FH hefur ekki unnið á Samsung vellinum í Pepsi-deildinni síðan 16. september 2010 (2 Stjörnusigrar, 4 jafntefli). FH hefur ekki unnið á Samsung vellinum í Pepsi-deildinni síðan 16. september 2010 (2 Stjörnusigrar, 4 jafntefli).Kassim Doumbia og félagar fengu eitt stig í Garðabænum.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum: „Gunnar Nielsen mætir fyrstur til upphitunar og Silfurskeiðin byrjar strax að hrópa: "Júdas, júdas, júdas." Færeyingurinn tekur þessu vel og vinkar upp í stúku. Gunnar spilaði auðvitað með Stjörnunni á síðustu leiktíð en fór svo í FH í vetur.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Norðurálsvellinum: „Styttist í þetta og liðin fara að ganga út á völl. Sigrún Ríkharðs er líka að koma sér fyrir [koma svo Skagamenn]. Hún er ómissandi.“Smári Jökull Jónsson á Extra-vellinum: „Það var verið að tilkynna hér á vellinum að Fjölnir og Innnes voru að gera með sér samstarfssamning. Fjölnisvöllurinn mun hér eftir heita Extra-völlurinn og væntanlega verður boðið upp á tyggjó í samræmi við það.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Ármann Smári Björnsson, ÍA - 8 Oddur Ingi Guðmundsson, ÍA - 8 Gary Martin, Víkingur - 8 Arnþór Ingi Kristinsson, Víkingur - 8 Nikolaj Hansen, Valur - 8 Viðar Ari Jónsson, Fjölni - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni - 8 Damir Muminovic, Breiðabliki - 8 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki - 8 Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH - 8 Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Stjörnunnni - 8 Hólmbert Aron Friðjónsson, KR - 3 Derby Carillo, ÍBV - 2 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV - 3 Aron Bjarnason, ÍBV - 3 Hilmar Ástþórsson, Þrótti - 3 Viktor Unnar Illugason, Þrótti - 3 Dion Acoff, Þrótti - 3 Emir Dokara, Víkingi Ó. - 3 Tomasz Luba, Víkingi Ó. - 3 Aleix Egea, Víkingi Ó. - 3 Þórhallur Kári Knútsson, Víkingi Ó. - 3Umræðan á #pepsi365Miðað við svarið við Tístinu og framburðinum áðan er ÓliK að fara að taka Oliver með sér til Randers! #pepsi365#fotboltinet — Aron Elis (@AronElisArnason) May 23, 2016Eru Þróttarar ekki bara fallbyssufóður? #Pepsi365 — Helgi Màr (@MarHelgi) May 23, 2016Gaman að sjá markmann reyna tæklingu á miðjum velli. Þessi Darby eyjamarkmaður er klárlega kúreki... #pepsi365 — Gulli (@gulli1969) May 23, 2016Gæfi handlegg fyrir kaffibolla með Óla Kristjáns þar sem fótbolti yrði ræddur.#fotboltinet#pepsi365 — Gunnar Birgisson (@grjotze) May 23, 2016Er Bjarni G. Nógu reyndur þjálfari til að vinna þessa 50/50 leiki gegn sterkari liðunum? #pepsi365 — magnus bodvarsson (@zicknut) May 23, 2016Hólmbert í KR: 14 leikir = 3 mörk. Er þetta ásættanlegt eða gott dæmi um lélegan manager, þ.e.a.s. að taka hann inn og henda Gary? #pepsi365 — Arnór Blomsterberg (@Blommvjelin) May 23, 2016Þessi varsla Gunnar Nielson! #stjarnanfh#pepsi365 — Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 23, 2016Mark 5. umferðar - Viðar Ari Jónsson Leikmaður 5. umferðar - Viðar Ari Jónsson Markasyrpa 5. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Fimmta umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum en gagnrýnum nótum. Stjarnan er áfram á toppnum eftir 1-1 jafntefli í stórleik umferðarinnar gegn FH en FH-ingar hafa nú ekki unnið í Garðabænum í fimm ár. FH komst upp í annað sætið með stiginu en liðið er með betri markatölu en Ólsarar. Víkingar unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir pökkuðu Eyjamönnum saman en Fylkir er áfram á botni deildarinnar þrátt fyrir að á sitt fyrsta stig.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Valur - Þróttur 4-1ÍBV - Víkingur 0-3Breiðablik - KR 1-0Stjarnan - FH 1-1Fjölnir - Víkingur Ó. 5-1ÍA - Fylkir 1-1Krulli Gull sem er ekki lengur með krullur skoraði sigurmark Breiðabliks.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Gary Martin Loksins, loksins skoraði enski markahrókurinn sitt fyrsta mark fyrir Víking í Pepsi-deildinni. Þegar hann lét Derby Carillo, markvörð ÍBV, verja frá sér vítaspyrnu héldu nú eflaust einhverjir Víkingar að Gary myndi hreinlega ekki skora í sumar. En hann er kominn á blað auk þess sem hann lagði upp mark fyrir annan framherja sem átti eftir að skora, Viktor Jónsson. Fyrir utan markið og stoðsendinguna var Gary í heildina besti maður vallarins.... Höskuld Gunnlaugsson Krulli Gull hefur ekki byrjað móti af sama krafti og hann spilaði á í fyrra þegar hann skaust fram á sjónarsviðið sem ein af nýjustu stjörnum deildarinnar. Hann hefur viðurkennt að veturinn var honum erfiður enda var hausinn farinn út til Svíþjóðar í atvinnumennsku. Höskuldur missti sætið sitt í Blikaliðinu gegn Þrótti en kom sterkur inn íliðið gegn KR og skoraði sigurmarkið með skalla. Ekki krullur og inn enda Höskuldur búinn að snoða sig.... Fjölni Eftir að taka ekki þátt í leiknum á móti FH þiggja samt laun fyrir erfiðið komu Grafarvogsstrákarnir heldur betur sterkir til baka gegn Ólsurum. Ekki bara skoruðu þeir fimm mörk heldur voru þau alveg glæsileg. Fjölnismenn halda sér í baráttunni í efri hlutanum og svo vígðu þeir nýtt nafn á heimavöllinn sinn. Ef einhver þarf að vita eitthvað um Extra-jórturleður þá svarar Ágúst Gylfason öllum fyrirspurnum í síma milli 10.45 og korter í ellefu.Bjarni Guðjónsson byrjar ekki vel.vísir/stefánErfið umferð fyrir ...... Bjarna Guðjónsson Það verður seint sagt að KR byrji mótið af sama krafti og búist var við eftir að það kom á fljúgandi siglinu eftir frábæran lokasprett á vormótunum. Áttunda sæti, fjögur mörk skoruð og sex stig, fimm stigum frá toppnum. Þetta eru erfiðir dagar fyrir Bjarna og ekki hjálpar til að framherjar liðsins skora sama og ekki neitt líkt og seinni hluta móts í fyrra þegar þeir gátu ekki keypt sér mark. Hólmbert enn markalaus. Vesen í vesturbænum.... Gregg Ryder Enski þjálfarinn hefur upplifað miklar sveiflur hjá sínu liði og eflaust í skapinu á fyrstu vikum Íslandsmótsins. Þrír þokkalegir rassskellir en svo hirt fjögur stig af KR og Breiðabliki. Svo virtist sem Ryder væri með öll svörin við leik Vals í viðtalinu eftir leik en inn á vellinum voru leikmennirnir í bullinu. Ryder þarf að passa að holan sem Þróttarar grafa sér í leikjum verði ekki alltaf svona djúp.... Eyjamenn Eyjamenn hafa byrjað mótið ágætlega en samt nokkuð furðulega; unnið góða sigra en svo tapað leikjum sannfærandi eins og gegn Víkingi á heimavelli. Víkingar voru með lítið sjálfstraust og án sigurs þegar þeir mættu til Eyja en voru miklu betri sem er áhyggjuefni fyrir Bjarna Jóhannsson. ÍBV hefur ekki fengið mörg stig á útivelli undanfarin ár þannig svona skellur er ekki í boði á heimavelli.Ólafur Páll Snorrason eltir Kenan Turudija í leik Fjölnis og Ólafsvíkur.vísir/vilhelmTölfræðin og sagan: *Skagamenn hafa aðeins tapað einu sinni í síðustu 10 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni (5 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap). *Jose Sito hjá Fylki, hefur hvorki skorað sjálfur né gefið stoðsendingu á síðustu 615 mínútunum sem hann hefur spilað í Pepsi-deildinni. *Síðan Pepsi-deildin varð að tólf liða deild 2008 hefur aðeins eitt lið skorað færri mörk í fyrstu fimm leikjunum en Fylkir í sumar (1 mark - Breiðablik 2012). *Markatala Eyjamanna í Pepsi-deildinni í sumar þegar þeir komast í 1-0 í leikjum sínum er +7 (8-1) en -5 þegar þeir lenda 1-0 *Róbert Örn Óskarsson er búinn að halda Víkingsmarkinu oftar hreinu í fyrstu fimm leikjunum í Pepsi-deildinni í sumar (2) en hann hélt FH-markinu hreinu í fyrstu fimm umferðunum í fyrra (1). *Gary Martin er búinn að skora 5 mörk í síðustu 4 leikjum sínum á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. *Guðjón Pétur Lýðsson hefur skorað þrjú mörk með skotum fyrir utan teig í Pepsi-deildinni í sumar. *Síðan Pepsi-deildin varð að 12 liða deild 2008 hefur bara eitt lið fengið á sig fleiri mörk í fyrstu fimm leikjunum en Þróttur í sumar (15 mörk) en það er Grindavíkurliðið 2012 (16 mörk). *Fjölnir skoraði fleiri mörk í 5. umferðinni (5) en í hinum fjórum umferðunum til samans (4). *Fjölnisliðið hefur unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni með Daniel Ivanovski í vörninni, fengið 19 af 21 stigi í boði og aðeins fengið á sig tvö mörk. *Hrvoje Tokic (5 mörk) er búinn að skora meira en allt KR-liðið til samans (4 mörk) í fyrstu fimm umferðunum. *KR hefur ekki skorað færri mörk í fyrstu fimm umferðunum í fimmtán ár eða síðan liðið skoraði líka 4 mörk í fyrstu 5 leikjunum 2001. *Markatala KR í fyrri hálfleik er -2 (1-3) en ekkert lið hefur skorað færri mörk í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni. *KR og Fylkir eru einu liðin í Pepsi-deildinni sem hafa ekki verið yfir í hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *FH hefur ekki unnið lið í öðru af tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar síðan 25. september 2011. *FH-liðið væri með fjögurra stiga forystu á toppnum (13 stig) ef að leikirnir í fyrstu fimm umferðunum hefðu verið flautaðir af í hálfleik. *FH hefur ekki unnið á Samsung vellinum í Pepsi-deildinni síðan 16. september 2010 (2 Stjörnusigrar, 4 jafntefli). FH hefur ekki unnið á Samsung vellinum í Pepsi-deildinni síðan 16. september 2010 (2 Stjörnusigrar, 4 jafntefli).Kassim Doumbia og félagar fengu eitt stig í Garðabænum.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum: „Gunnar Nielsen mætir fyrstur til upphitunar og Silfurskeiðin byrjar strax að hrópa: "Júdas, júdas, júdas." Færeyingurinn tekur þessu vel og vinkar upp í stúku. Gunnar spilaði auðvitað með Stjörnunni á síðustu leiktíð en fór svo í FH í vetur.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Norðurálsvellinum: „Styttist í þetta og liðin fara að ganga út á völl. Sigrún Ríkharðs er líka að koma sér fyrir [koma svo Skagamenn]. Hún er ómissandi.“Smári Jökull Jónsson á Extra-vellinum: „Það var verið að tilkynna hér á vellinum að Fjölnir og Innnes voru að gera með sér samstarfssamning. Fjölnisvöllurinn mun hér eftir heita Extra-völlurinn og væntanlega verður boðið upp á tyggjó í samræmi við það.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Ármann Smári Björnsson, ÍA - 8 Oddur Ingi Guðmundsson, ÍA - 8 Gary Martin, Víkingur - 8 Arnþór Ingi Kristinsson, Víkingur - 8 Nikolaj Hansen, Valur - 8 Viðar Ari Jónsson, Fjölni - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni - 8 Damir Muminovic, Breiðabliki - 8 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki - 8 Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH - 8 Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Stjörnunnni - 8 Hólmbert Aron Friðjónsson, KR - 3 Derby Carillo, ÍBV - 2 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV - 3 Aron Bjarnason, ÍBV - 3 Hilmar Ástþórsson, Þrótti - 3 Viktor Unnar Illugason, Þrótti - 3 Dion Acoff, Þrótti - 3 Emir Dokara, Víkingi Ó. - 3 Tomasz Luba, Víkingi Ó. - 3 Aleix Egea, Víkingi Ó. - 3 Þórhallur Kári Knútsson, Víkingi Ó. - 3Umræðan á #pepsi365Miðað við svarið við Tístinu og framburðinum áðan er ÓliK að fara að taka Oliver með sér til Randers! #pepsi365#fotboltinet — Aron Elis (@AronElisArnason) May 23, 2016Eru Þróttarar ekki bara fallbyssufóður? #Pepsi365 — Helgi Màr (@MarHelgi) May 23, 2016Gaman að sjá markmann reyna tæklingu á miðjum velli. Þessi Darby eyjamarkmaður er klárlega kúreki... #pepsi365 — Gulli (@gulli1969) May 23, 2016Gæfi handlegg fyrir kaffibolla með Óla Kristjáns þar sem fótbolti yrði ræddur.#fotboltinet#pepsi365 — Gunnar Birgisson (@grjotze) May 23, 2016Er Bjarni G. Nógu reyndur þjálfari til að vinna þessa 50/50 leiki gegn sterkari liðunum? #pepsi365 — magnus bodvarsson (@zicknut) May 23, 2016Hólmbert í KR: 14 leikir = 3 mörk. Er þetta ásættanlegt eða gott dæmi um lélegan manager, þ.e.a.s. að taka hann inn og henda Gary? #pepsi365 — Arnór Blomsterberg (@Blommvjelin) May 23, 2016Þessi varsla Gunnar Nielson! #stjarnanfh#pepsi365 — Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 23, 2016Mark 5. umferðar - Viðar Ari Jónsson Leikmaður 5. umferðar - Viðar Ari Jónsson Markasyrpa 5. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira