Góður tími fyrir Krókinn í vötnunum núna Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2016 08:48 Vorflugulirfa í skelinni sinni Það getur verið vandasamt að finna réttu fluguna til að nota í vatnaveiðinni en þó eru nokkrar sem eru eiginlega pottþéttar hvar sem er og Krókurinn er ein af þeim. Krókurinn er eftirlíking af vorflugu en voruflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft ruglað saman en þekkja má þá í sundur á því að fiðrildi hafa hreistur á vængjum en vængir vorflugna eru þaktir hárum. Þessi munur kemur fram í fræðiheitum þeirra en fræðiheiti vorflugna erTrichoptera eða hárvængjur en alls eru til um 7.000 tegundir þeirra í heiminum. Það er lirfa flugunnar sem krókurinn hermir eftir en það sem lirfan gerir í vatninu er að safna að sér byggingarefni úr sínu nánasta umhverrfi og smíða sér skel utan um mjúkan búkinn eins og sést á meðfylgjandi mynd. Liturinn á flugunni sem þú ætlar að hnýta ætti því að líkjast litnum á mölinni í vatninu þar sem þú ert að veiða, svona sem næst því að minnsta kosti. Síðan bætast við fálmarar og smá rautt efni sem eru tálknin. Þetta er sáraeinföld hnýting en hana þarf samt að gera vel. Það er heldur ekkert verra að hafa hana þyngda með kúlu og meira að segja bæta á hana smá vafning af blýi áður en efnið fer á krókinn sjálfan til að hún sökkvi betur því þessi veiðir best nærri botninum. Þegar lirfar síðan fer úr skelinni og spyrnir sér upp eru aðrar flugur sem þarf að hnýta til að líkja eftir því en Taylor er t.d. ein af þeim. Síðan brýst lirfan í gegnum vatnsyfirborðið og þenur út vængina og þá þá erum við að horfa á þurrflugu sem þarf töluvert mikla nákvæmni til að hnýta. Já það er alveg ástæða fyrir því að veiðimenn loka sig af í alls kyns pælingum um flugur þegar þeir hnýta því það er endalaust hægt að gera betri flugur og það er einmitt einn anginn sem gerir veiðina og hnýtingar að skemmtilegu sporti. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði
Það getur verið vandasamt að finna réttu fluguna til að nota í vatnaveiðinni en þó eru nokkrar sem eru eiginlega pottþéttar hvar sem er og Krókurinn er ein af þeim. Krókurinn er eftirlíking af vorflugu en voruflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft ruglað saman en þekkja má þá í sundur á því að fiðrildi hafa hreistur á vængjum en vængir vorflugna eru þaktir hárum. Þessi munur kemur fram í fræðiheitum þeirra en fræðiheiti vorflugna erTrichoptera eða hárvængjur en alls eru til um 7.000 tegundir þeirra í heiminum. Það er lirfa flugunnar sem krókurinn hermir eftir en það sem lirfan gerir í vatninu er að safna að sér byggingarefni úr sínu nánasta umhverrfi og smíða sér skel utan um mjúkan búkinn eins og sést á meðfylgjandi mynd. Liturinn á flugunni sem þú ætlar að hnýta ætti því að líkjast litnum á mölinni í vatninu þar sem þú ert að veiða, svona sem næst því að minnsta kosti. Síðan bætast við fálmarar og smá rautt efni sem eru tálknin. Þetta er sáraeinföld hnýting en hana þarf samt að gera vel. Það er heldur ekkert verra að hafa hana þyngda með kúlu og meira að segja bæta á hana smá vafning af blýi áður en efnið fer á krókinn sjálfan til að hún sökkvi betur því þessi veiðir best nærri botninum. Þegar lirfar síðan fer úr skelinni og spyrnir sér upp eru aðrar flugur sem þarf að hnýta til að líkja eftir því en Taylor er t.d. ein af þeim. Síðan brýst lirfan í gegnum vatnsyfirborðið og þenur út vængina og þá þá erum við að horfa á þurrflugu sem þarf töluvert mikla nákvæmni til að hnýta. Já það er alveg ástæða fyrir því að veiðimenn loka sig af í alls kyns pælingum um flugur þegar þeir hnýta því það er endalaust hægt að gera betri flugur og það er einmitt einn anginn sem gerir veiðina og hnýtingar að skemmtilegu sporti.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði