Leggjum AGS niður Lars Christensen skrifar 11. maí 2016 09:15 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira