Rétthugsun Hugleikur Dagsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Allir hafa heyrt um rétttrúnaðarkirkjuna. Stundum kölluð PC löggan. PC stendur fyrir „political correctness“ eða pólitíska rétthugsun. Orðasamband sem ég þoli ekki. Ég tengi pólitík sjaldan við eitthvað jákvætt. Og rétthugsun er hræðilegt orð. Tilhugsunin um að hugsanir séu réttar eða rangar samkvæmt einhverju sem aðrir ákveða fyrir mann. Minnir mann á eitthvað úr skáldsögu eftir George Orwell. Ég vil ekki búa í heimi þar sem PC löggan kúgar mann til að gegna boðorðum rétttrúnaðarkirkjunnar. Þessi ógn hefur lengi verið Grýla grínistans. Fallnar kempur eins og Lenny Bruce og núlifandi hetjur eins og Sarah Silverman glímdu og glíma enn við kvikindið. Alltaf verið að segja þeim hvað má djóka um og hvað ekki. Skapandi skopistar neyðast stundum til að biðjast afsökunar á ímyndunarafli sínu. Að biðjast fyrirgefningar á gríni sínu hlýtur að vera ömurlegt. Því að grín er í eðli sínu grín og þess vegna bara grín. Óþolandi að þurfa að réttlæta slíkt. Og veistu hvað er mest óþolandi við helvítis rétthugsandi fólkið? Sú staðreynd að það hefur rétt fyrir sér. Ljóskubrandarar eru úreltir. Transgender er ekki aðhlátursefni. Það er ekkert fyndið við nauðganir. Og þjóðarmorð er ekkert til að flissa að. Er þá ekki um að gera að hætta þessu ósmekklega spaugi? Nei. Pólitísk rétthugsun er nefnilega nauðsynlegur hluti af vistkerfi grínsins. Við getum kvartað yfir skoðanakúgun ef við viljum. Við getum líka átt sólarhringslangar rökræður um málfrelsi á Facebook ef við nennum. En raunin er sú að við þurfum á rétttrúnaðarkirkjunni að halda. Einhver verður að draga strikið í sandinn svo við vitum hvaða strik á að fara yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hugleikur Dagsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Allir hafa heyrt um rétttrúnaðarkirkjuna. Stundum kölluð PC löggan. PC stendur fyrir „political correctness“ eða pólitíska rétthugsun. Orðasamband sem ég þoli ekki. Ég tengi pólitík sjaldan við eitthvað jákvætt. Og rétthugsun er hræðilegt orð. Tilhugsunin um að hugsanir séu réttar eða rangar samkvæmt einhverju sem aðrir ákveða fyrir mann. Minnir mann á eitthvað úr skáldsögu eftir George Orwell. Ég vil ekki búa í heimi þar sem PC löggan kúgar mann til að gegna boðorðum rétttrúnaðarkirkjunnar. Þessi ógn hefur lengi verið Grýla grínistans. Fallnar kempur eins og Lenny Bruce og núlifandi hetjur eins og Sarah Silverman glímdu og glíma enn við kvikindið. Alltaf verið að segja þeim hvað má djóka um og hvað ekki. Skapandi skopistar neyðast stundum til að biðjast afsökunar á ímyndunarafli sínu. Að biðjast fyrirgefningar á gríni sínu hlýtur að vera ömurlegt. Því að grín er í eðli sínu grín og þess vegna bara grín. Óþolandi að þurfa að réttlæta slíkt. Og veistu hvað er mest óþolandi við helvítis rétthugsandi fólkið? Sú staðreynd að það hefur rétt fyrir sér. Ljóskubrandarar eru úreltir. Transgender er ekki aðhlátursefni. Það er ekkert fyndið við nauðganir. Og þjóðarmorð er ekkert til að flissa að. Er þá ekki um að gera að hætta þessu ósmekklega spaugi? Nei. Pólitísk rétthugsun er nefnilega nauðsynlegur hluti af vistkerfi grínsins. Við getum kvartað yfir skoðanakúgun ef við viljum. Við getum líka átt sólarhringslangar rökræður um málfrelsi á Facebook ef við nennum. En raunin er sú að við þurfum á rétttrúnaðarkirkjunni að halda. Einhver verður að draga strikið í sandinn svo við vitum hvaða strik á að fara yfir.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun