Lax-Á framlengir samning í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2016 15:51 Vala með stórlax úr Blöndu Mynd: Lax-Á Blanda hefur um árabil verið ein aflahæsta veiðiá landsins og hefur eftirspurn eftir leyfum í hana aukist ár frá ári. Það má til dæmis vel sjá að það eru margir sem sækjast eftir því að komast í Blöndu eftir frábært sumar í fyrra þegar 4829 laxar veiddust í ánni. Það er Lax-Á sem hefur verið leigutakinn á Blöndu undanfarin ár og verður áfram því félagið framlengdi nýlega samning sinn við veiðifélagið um fimm ár til viðbótar. Í tilkynningu frá félaginu segir: "Stangveiðifélagið Lax-Á hefur nýlega framlengt samning sinn við veiðifélag Blöndu og Svartár og mun því sjá um sölu veiðileyfa á ársvæðunum næstu fimm ár. Samstarf Lax-á og veiðifélags Blöndu og Svartár nær allt aftur að aldamótum og þökkum við trausta og góða samvinnu í gegn um árin. Blanda hefur dafnað sérlega vel á tímbilinu og var metveiði í ánni sumarið 2015 eins og menn muna. Við hjá Lax-Á munum áfram hlúa að ánni eins og best verður á kosið og höfum stigið fyrstu skrefin nú í sumar með örlítið hertari veiðireglum. Við erum ákaflega ánægð með að fá að bjóða veiðimenn áfram velkomna á bakka Blöndu og Svartár sem eru eitt af betri veiðsvæðum á landinu." Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði
Blanda hefur um árabil verið ein aflahæsta veiðiá landsins og hefur eftirspurn eftir leyfum í hana aukist ár frá ári. Það má til dæmis vel sjá að það eru margir sem sækjast eftir því að komast í Blöndu eftir frábært sumar í fyrra þegar 4829 laxar veiddust í ánni. Það er Lax-Á sem hefur verið leigutakinn á Blöndu undanfarin ár og verður áfram því félagið framlengdi nýlega samning sinn við veiðifélagið um fimm ár til viðbótar. Í tilkynningu frá félaginu segir: "Stangveiðifélagið Lax-Á hefur nýlega framlengt samning sinn við veiðifélag Blöndu og Svartár og mun því sjá um sölu veiðileyfa á ársvæðunum næstu fimm ár. Samstarf Lax-á og veiðifélags Blöndu og Svartár nær allt aftur að aldamótum og þökkum við trausta og góða samvinnu í gegn um árin. Blanda hefur dafnað sérlega vel á tímbilinu og var metveiði í ánni sumarið 2015 eins og menn muna. Við hjá Lax-Á munum áfram hlúa að ánni eins og best verður á kosið og höfum stigið fyrstu skrefin nú í sumar með örlítið hertari veiðireglum. Við erum ákaflega ánægð með að fá að bjóða veiðimenn áfram velkomna á bakka Blöndu og Svartár sem eru eitt af betri veiðsvæðum á landinu."
Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði