20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2016 17:00 Það veiðist vel á ION svæðinu á Þingvöllum Mynd: JRH Urriðaveiðin í Þingvallavatni hefur verið undir meðallagi á flestum svæðum nema einu en þar er veiðin búin að vera feyknagóð. Veiðisvæðið sem er í daglegu tali kennt við ION hótelið er orðið svo vinsælt hjá bæði innlendum og erlendu veiðimönnum að uppselt er á svæðið á þessu ári og komast færri að en vilja. Veiðin hefur líka verið afskaplega góð og að jafnaði eru að veiðast um 20-30 fiskar á hverjum degi frá opnun fyrir utan það sem sleppur af en það er dágóður slatti. Það hafa færri stórir fiskar komið á landi núna heldur en í fyrra og telja þeir sem þekkja svæðið vel þetta einfaldlega stafa af því að svo mikið er af minni fiski að þeir stóru hreinlega nái ekki flugunni. Og við skulum hafa eitt í huga að þegar talað er um minni fiska í þessu samhengi erum við að tala um algengustu stærðirnar sem eru að veiðast þarna en það er urriði sem er 5-12 pund og það þykir bara meðalstærð. Þegar það er talað um stóra fiska þarna þá er það 15-25 pund. Það sem gerir þessa veiði eftirsóknarverða og skemmtilega, fyrir utan auðvitað frábæra veiðivon og stærð á fiskum, er að urriðinn er að taka mikið smáar púpur og þurrflugu á nettar græjur. Stangir fyrir línur #4-5 og taumar 4-8 punda sem eru ein og hálf stangarlengd er það sem hefur verið að skila bestum árangri. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Urriðaveiðin í Þingvallavatni hefur verið undir meðallagi á flestum svæðum nema einu en þar er veiðin búin að vera feyknagóð. Veiðisvæðið sem er í daglegu tali kennt við ION hótelið er orðið svo vinsælt hjá bæði innlendum og erlendu veiðimönnum að uppselt er á svæðið á þessu ári og komast færri að en vilja. Veiðin hefur líka verið afskaplega góð og að jafnaði eru að veiðast um 20-30 fiskar á hverjum degi frá opnun fyrir utan það sem sleppur af en það er dágóður slatti. Það hafa færri stórir fiskar komið á landi núna heldur en í fyrra og telja þeir sem þekkja svæðið vel þetta einfaldlega stafa af því að svo mikið er af minni fiski að þeir stóru hreinlega nái ekki flugunni. Og við skulum hafa eitt í huga að þegar talað er um minni fiska í þessu samhengi erum við að tala um algengustu stærðirnar sem eru að veiðast þarna en það er urriði sem er 5-12 pund og það þykir bara meðalstærð. Þegar það er talað um stóra fiska þarna þá er það 15-25 pund. Það sem gerir þessa veiði eftirsóknarverða og skemmtilega, fyrir utan auðvitað frábæra veiðivon og stærð á fiskum, er að urriðinn er að taka mikið smáar púpur og þurrflugu á nettar græjur. Stangir fyrir línur #4-5 og taumar 4-8 punda sem eru ein og hálf stangarlengd er það sem hefur verið að skila bestum árangri.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði