39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 16. maí 2016 22:26 Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15
Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00