Stjórnarmaður Fylkis: Hermann er skotspónn fjölmiðla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2016 08:15 Fylkir mun ekkert aðhafast frekar í máli þjálfara liðsins, Hermanns Hreiðarssonar, sem tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í 4. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður Fylkis, sagði fjölmiðla hafa blásið málið upp í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sjá einnig: Hemmi í Akraborginni: Svona spjalla menn stundum í Eyjum „Þarna eru tveir menn aðeins að ræða saman og kítast en þeir hafa nú rætt saman og leyst þetta eins og fullorðnum mönnum sæmir,“ sagði Ólafur Geir. Hann segir að málinu sé lokið af hálfu félagsins. „Við gerum ekkert frekar í þessu máli. Við erum búnir að ræða þetta innanhúss og við Hermann. Þetta leit að sjálfsögðu mjög illa út og umfjöllunin hefur öll verið mjög óvægin. Það er eins og Hermann sé skotspónn fjölmiðla. „Við sáum svona atvik uppi í Kór um daginn þegar landsliðsþjálfari kýlir annan þjálfara í punginn. Eru þið búnir að tala við stjórnarmenn Keflvíkinga? Ég veit ekki til þess,“ sagði Ólafur Geir og vísaði til þess þegar Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur, kýldi Reyni Leósson, þjálfara HK, eftir leik liðanna í 1. umferð Inkasso-deildarinnar á dögunum.Sjá einnig: Arnar: Hegðun Hermanns óafsakanleg Í samtali við Vísi í gær sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að mál Hermanns sé til skoðunar hjá knattspyrnusambandinu. Klara sagðist vera að bíða eftir gögnum um málið og aðallega skýrslu dómara en framkvæmdarstjóri KSÍ hefur heimild til að vísa ákveðnum atvikum til aganefndar. Fylkir situr á botni Pepsi-deildarinnar með ekkert stig en liðið mætir ÍA í afar mikilvægum leik á laugardaginn.Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 18. maí 2016 10:00 Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir "Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. 16. maí 2016 19:38 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Fylkir mun ekkert aðhafast frekar í máli þjálfara liðsins, Hermanns Hreiðarssonar, sem tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í 4. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður Fylkis, sagði fjölmiðla hafa blásið málið upp í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sjá einnig: Hemmi í Akraborginni: Svona spjalla menn stundum í Eyjum „Þarna eru tveir menn aðeins að ræða saman og kítast en þeir hafa nú rætt saman og leyst þetta eins og fullorðnum mönnum sæmir,“ sagði Ólafur Geir. Hann segir að málinu sé lokið af hálfu félagsins. „Við gerum ekkert frekar í þessu máli. Við erum búnir að ræða þetta innanhúss og við Hermann. Þetta leit að sjálfsögðu mjög illa út og umfjöllunin hefur öll verið mjög óvægin. Það er eins og Hermann sé skotspónn fjölmiðla. „Við sáum svona atvik uppi í Kór um daginn þegar landsliðsþjálfari kýlir annan þjálfara í punginn. Eru þið búnir að tala við stjórnarmenn Keflvíkinga? Ég veit ekki til þess,“ sagði Ólafur Geir og vísaði til þess þegar Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur, kýldi Reyni Leósson, þjálfara HK, eftir leik liðanna í 1. umferð Inkasso-deildarinnar á dögunum.Sjá einnig: Arnar: Hegðun Hermanns óafsakanleg Í samtali við Vísi í gær sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að mál Hermanns sé til skoðunar hjá knattspyrnusambandinu. Klara sagðist vera að bíða eftir gögnum um málið og aðallega skýrslu dómara en framkvæmdarstjóri KSÍ hefur heimild til að vísa ákveðnum atvikum til aganefndar. Fylkir situr á botni Pepsi-deildarinnar með ekkert stig en liðið mætir ÍA í afar mikilvægum leik á laugardaginn.Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 18. maí 2016 10:00 Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir "Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. 16. maí 2016 19:38 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 18. maí 2016 10:00
Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir "Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. 16. maí 2016 19:38