Freyr: Skil ekki ákvörðunina að spila á gervigrasi en Harpa skálar í kampavíni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 15:30 Freyr Alexandersson með aðstoðarþjálfaranum Ásmundi Haraldssyni og markvarðaþjálfaranum Ólafi Péturssyni. vísir/stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58
Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15
Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32