Fyrsti dagur æfinga í Stokkhólmi: Sergey hrasaði Laufey Helga Guðmundsdóttir í Stokkhólmi skrifar 3. maí 2016 10:30 Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar. Eurovision Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar.
Eurovision Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira