VW Golf GTI Clubsport sló metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 15:15 Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent
Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent