Að vera eða fara stjórnarmaðurinn skrifar 20. apríl 2016 10:45 Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira