Þórir: Naut þess að spila sem framherji Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildar karla í sumar eins og kom fram í morgun. Það er tveimur sætum neðar en Fjölnir lenti á síðasta ári eftir að Grafarvogsliðið átti þrískipt en flott sumar í Pepsi-deildinni. „Þetta kemur ekki mjög mikið á óvart því deildin er virkilega sterk í ár. Það verður erfitt að fást við þessi sterku lið en þið þurfið að setja okkur á einhvern stað. Ég skil það vel. Það kemur bara í okkar hlut að afsanna þetta,“ segir Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, í viðtali við Vísi. Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu en lykilmenn á borð við Aron Sigurðarson, Bergsvein Ólafsson og Kennie Chopart eru horfnir á braut. Til að fylla í skörðin eru komnir sex erlendir leikmenn. „Það var mikill missir að missa Aron og Begga og það verður vissulega erfitt að fylla í þau skörð. Það hefur gengið nokkuð vel með þessum útlendingum. Mér finnst við vera að spila býsna fínan fótbolta, en það hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Ég er bara bjartsýnn á þetta,“ segir Þórir, en hversu góðir eru þessir erlendu leikmenn? „Þetta eru virkilega sterkir leikmenn og þeir kunna svo sannarlega fótbolta,“ segir hann. Þórir skoraði sjö mörk á síðasta ári, þar af fimm í fyrri umferðinni. Er hann klár í að taka sinn leik á næsta þrep og reyna fylla í skörðin sem vantar? „Ég tel mig vera tilbúinn í það. Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa Fjölni að safna einhverjum stigum í sumar,“ segir Þórir sem fann sig sem framherji í fyrra. „Já, algjörlega. Mér fannst ég gera það og naut þess virkilega að spila þarna frammi. Ég vona að ég geti bætt mig enn frekar í þeirri stöðu og tel mig alveg geta það,“ segir Þórir Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildar karla í sumar eins og kom fram í morgun. Það er tveimur sætum neðar en Fjölnir lenti á síðasta ári eftir að Grafarvogsliðið átti þrískipt en flott sumar í Pepsi-deildinni. „Þetta kemur ekki mjög mikið á óvart því deildin er virkilega sterk í ár. Það verður erfitt að fást við þessi sterku lið en þið þurfið að setja okkur á einhvern stað. Ég skil það vel. Það kemur bara í okkar hlut að afsanna þetta,“ segir Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, í viðtali við Vísi. Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu en lykilmenn á borð við Aron Sigurðarson, Bergsvein Ólafsson og Kennie Chopart eru horfnir á braut. Til að fylla í skörðin eru komnir sex erlendir leikmenn. „Það var mikill missir að missa Aron og Begga og það verður vissulega erfitt að fylla í þau skörð. Það hefur gengið nokkuð vel með þessum útlendingum. Mér finnst við vera að spila býsna fínan fótbolta, en það hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Ég er bara bjartsýnn á þetta,“ segir Þórir, en hversu góðir eru þessir erlendu leikmenn? „Þetta eru virkilega sterkir leikmenn og þeir kunna svo sannarlega fótbolta,“ segir hann. Þórir skoraði sjö mörk á síðasta ári, þar af fimm í fyrri umferðinni. Er hann klár í að taka sinn leik á næsta þrep og reyna fylla í skörðin sem vantar? „Ég tel mig vera tilbúinn í það. Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa Fjölni að safna einhverjum stigum í sumar,“ segir Þórir sem fann sig sem framherji í fyrra. „Já, algjörlega. Mér fannst ég gera það og naut þess virkilega að spila þarna frammi. Ég vona að ég geti bætt mig enn frekar í þeirri stöðu og tel mig alveg geta það,“ segir Þórir Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00